Ný heimasíða Frón komin á hærra plan
Ný heimasíða Frón er komin í loftið

Íslendingar elska kexið frá Frón enda kemur það við sögu á hverjum degi. Þetta vita Íslendingar sem dá Matarkexið, hinn sívinsæla Sæmund í sparifötunum og gamla góða Mjólkurkexið. Það er líka þess vegna sem nauðsynlegt er að heimasíða Frón sé innihaldsrík og sýni gestum nauðsynlegt samhengi skemmtilegra og gagnlegra upplýsinga.

Nýja heimasíða Frón býður mun ítarlegri upplýsingar en hún gerði áður og framsetning þeirra býður upp það að auðvelt sé að kynnast vörum Frón.

Efst á heimasíðunni má sjá mismunandi vörur og markmiðið er að hver músarsmellur sé gestum síðunnar sigur. Þannig er lítið mál að finna fréttaefni eins og uppskriftir tengdar hverri vöru eða sjá hvaða skyldar vörur eru til. Þá eru innihaldslýsingar að sjálfsögðu til staðar og aðgengilegar.

Það er ósk okkar að Frón komi við sögu oft á hverjum degi. Reyndar teljum við að það sé raunin. Við munum að minnsta kosti leggja okkar af mörkum til þess að svo megi verða með því að bjóða fróðleik og upplýsingar um hið vinsæla Frónkex, allt á einum stað.


Deila |