Hafrakexið frá frón er tilvalið í ostaköku
Hafrakexið frá Frón er tilvalið í ostaköku

Ostakökur eru til í ýmsum útgáfum. Við hér í norðanverðri Evrópu könnumst helst við þær kaldar, óbakaðar, með einhvers konar kexbotni og svo fyllingu ofan á honum.

Það er þó misjafnt eftir heimshluta og menningarbakgrunni fólks hvers konar ostakökum það er vant. Í Bandaríkjunum til að mynda, eru þær yfirleitt bakaðar og svo er misjafnt hvað er notað í fyllinguna.


 

Í sumar ostakökur er notaður rjómi, aðrar eru með sýrðum rjóma og enn aðrar með kotasælu. Svo ef farið er á meira flakk um heiminn þá má finna ostakökur gerðar með fílódeigi, kvark-osti, grænu tei eða hunangi, svo eitthvað sé nefnt.

Í sumar ostakökur er notaður rjómi, aðrar eru með sýrðum rjóma og enn aðrar með kotasælu. Svo ef farið er á meira flakk um heiminn þá má finna ostakökur gerðar með fílódeigi, kvark-osti, grænu tei eða hunangi, svo eitthvað sé nefnt.

Ostakaka með kirsuberjum

Hráefni:

Botn:
1 pakki Hafrakex frá Frón
100g Smjör

Fylling:
1 askja Rjómaostur (400g)
½ lítri Þeyttur rjómi
4 dl Flórsykur
1 krukka Kirsuberjasósa sett ofan á

Aðferð:

Bræddu smjörið á pönnu og blandaðu svo muldu kexinu saman við.
Settu kexið í botninn á skál eða tertuformi.
Hrærðu rjómaostinn og flórsykurinn vel saman áður en þú blandar þeytta rjómanum varlega saman við.
Helltu blöndunni yfir kexbotninn.
Að lokum hellirðu kirsuberjasósunni yfir allt saman.
Best er að láta kökuna standa í kæli áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu!

Deila |