Hafrakex frá Frón
Hafrakexið frá Frón er ljúffengt og trefjaríkt

Hafrar eru herramannsmatur. Þeir eru saðsamir, næringarríkir og gómsætir. Reyndar eru hafrar ein hollasta korntegundin þar sem þeir eru yfirleitt notaðir heilir, þannig að hollustuefni hýðisins og kímsins fylgja með. Þá innihalda hafrar vatnsleysanlegar trefjar sem hafa margskonar heilnæm áhrif á líkamann.

Flestum þykja þeir þó ekki nógu gómsætir til að borða eina og sér. Smá salt í grautinn, sykur í hjónabandssæluna eða álegg á kexið gerir gæfumuninn.

Hafrakexið frá Frón er trefjaríkt og ljúffengt kex sem fullkomið er að eiga í skápnum við nánast öll tækifæri.

Hafrakexið frá Frón er fullkomið á girnilegan ostabakka, tilvalinn millibiti með uppáhaldsálegginu og passlegt í nestispakkann. Svo minnum við á einfalda uppskrift að gómsætum eftirrétti með hafrakexi sem við settum á vefinn hérna í sumar.

Deila |