Spelt mjólkurkex frá Frón
Spelt mjólkurkexið frá Frón er hollt og bragðgott kex, uppfullt af vítamínum, steinefnum og trefjum

Spelt er talið vera eitt hollasta kornmetið sem fæst og aukna neyslu þess síðustu ár má rekja til þess að fólk er meðvitaðra en það var um heilsusamlegan lífstíl. Spelt er nefnilega tiltölulega nýtilkomið í fæðu hins dæmigerða vestræna manns því einungis eru fáein ár síðan að spelt fór að fást á almennum markaði.

Í speltkorni má finna ríkulegt magn af trefjum, prótíni B-vítamíni, þar á meðal ríbóflavíns (B2), þíamíns (B1) og níasíns (B3) auk flókinna kolvetna. Flókin kolvetni eru talin vera góður orkugjafi og því má segja að spelt í matvælum sé kjörið fyrir athafnasamt fólk.

Þá inniheldur spelt einnig mikið af steinefnum eins og járn, kopar, mangan og zink en steinefnin eru nauðsynlegur þáttur í næringu okkar. Steinefni eru ómissandi fyrir bein, tennur, vöðva og blóð. Þá telja sumir að steinefni skipti enn meira máli í nútímasamfélagi þar sem ýmis efni í fæðu og umhverfi eyða steinefnum úr líkamanum.

Mjólkurkexið frá Frón með spelti er því kjörið fyrir þá sem vilja slá tvær flugur í einu höggi og fá uppáhaldskexið sitt með nytsamlegum eiginleikum.

Það er reyndar gaman að segja frá því líka að spelt er afar harðgerð og gömul jurt sem krefst ekki mikils af jarðveginum og því eru umhverfisáhrif af ræktun spelts minni en af sumu öðru korni. Það er talið að spelt hafi verið ræktað í að minnsta kosti fjögur þúsund ár og hefur kornið hentað vel á sínum tíma vegna þess hve harðgert það er.

Deila |