Mjólkurkex frá FrónMjólkurkex er ekki bara mjólkur-kex. Það er vissulega langbest brotið í tvennt, og dýft í ískalda mjólk áður en það endar á tungunni og leysist upp. Það er mátulega sætt og mátulega stökkt og hefur verið eitt uppáhaldskex Íslendinga í áratugi.

Eitt það besta við Mjólkurkex er hve gott er að dýfa því. Eins og fyrr sagði er mjólkin alltaf best, ekki síst með smá kakómalti út í, en það er líka æðislegt með heitu kaffi, tei eða kakói.

Kaffitíminn svokallaði, eftirmiðdagsbitinn, er tilvalin samverustund fyrir fjölskylduna. Kaffi- eða tebolli, og mjólk eða djús fyrir þá sem það vilja, og svo eitthvað gotterí frá Frón.

Bæði Hafrakexið og Morgunkexið er voðalega gott með osti og smjöri, fíkjubitarnir eru frábærir fyrir þá sem þurfa holla orku og svo eru hinar kexkökurnar hverri annarri gómsætari.

Mjólkurkexið er frábært til dýfinga, kremkexið er alltaf jafngott, sama hvaða aðferð er beitt. Fyrir sælkerana eða tyllidagana bendum við á hjarta, spaða eða annað ljúffengt súkkulaðikex.

Rúsínan í pylsuendanum á kósí septemberdögum er Kósí kexið – súkkulaðihúðað kókoskex með súkkulaðibitum sem enginn getur staðist!

Deila |