Kremkexið frá FrónKremkexið frá Frón er einskonar heimilisvinur íslenskra fjölskyldna og hefur verið í áratugi. Kremkexið er mátulega stökkt og með girnilegri fyllingu á milli. Kremkexið frá Frón býður hreinlega upp á að þess sé notið á marga vegu.

Það skiptir litlu máli hvað þú drekkur. Kaffi og kremkex, te og kremkex, mjólk og kremkex, allt passar þetta ljómandi vel saman. Kremkex verður ómissandi þegar kvölda tekur og daginn er tekinn að stytta. Það er nefnilega afskaplega notalegt að fá sér eitthvað heitt að drekka, sterkt og heitt súkkulaði til dæmis með ögn af chili pipar í, og opna ferskan pakka af Kremkexi frá Frón.


Deila |