Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní árið 1926. Fyrstu húsakynni verksmiðjunnar voru í húsi Betaníu við Laufásveg og nokkrum árum eftir að starfsemin hófst, var verksmiðjan flutt að Grettisgötu 16. Árið 1936 flutti verksmiðjan í eigið húsnæði að Skúlagötu 28 og með flutningunum urðu töluverð þáttaskil í rekstrinum. Upp frá því ári nam framleiðslan að jafnaði alltaf yfir 100 tonnum af kexi á ári.

Í byrjun var vélakostur mjög takmarkaður og sem dæmi um það voru vélarnar knúnar með handafli, að undanskildum bakaraofni, og má segja að það hafi haldist óbreytt þar til flutt var í húsnæðið við Skúlagötu og vélakosturinn var endurnýjaður. Árið 1963 var aftur tekið til við að endurnýja vélarnar og árið 1976 var stigið stórt skref í átt að aukinni sjálfvirkni og framleiðni.

Á áttunda áratugnum voru framleiðslulínurnar orðnar þrjár og árleg framleiðslugeta um 1200 tonn. Frón flutti árið 2007 í nýtt húsnæði við Tunguháls og nú starfa um 25 manns hjá fyrirtækinu. Þar eru tvær framleiðslulínur sem ná vel að anna árlegri framleiðslu.

Kexið frá Frón á sér marga dygga aðdáendur og árlega renna um 700 tonn af ljúffengu kexi úr ofnunum. Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það hefur verið með frá upphafi og var fyrsta íslenska kextegundin á sínum tíma. Þá hefur Mjólkurkexið átt sinn sess á borðum Íslendinga í yfir fimmtíu ár.

Íslensk Ameríska ehf. (www.isam.is) keypti Kexverksmiðjuna Frón í árslok 1999. Strax var sett á stefnuskránna að bjóða upp á spennandi og ljúffengar nýjungar frá Frón á hverju ári og það hefur gengið eftir. Nýjungarnar hafa margar hverjar átt miklum vinsældum að fagna og náð að festa sig í sessi fljótt og örugglega.

Frón er leiðandi vörumerki á íslenskum kexmarkaði og hefur ekkert annað merki jafn sterka markaðshlutdeild, eða um þriðjung markaðarins. Mjólkurkexið er langvinsælasta kexið hér á landi. Íslendingar neyta árlega um 260 tonna af þessu ljúffenga kexi, eða tæpra 22 þúsund kílóa á mánuði! Það á sér greinilega stað í hjarta Íslendinga því enn eykst árleg sala á Mjólkurkexinu eftir meira en fimmtíu ár á markaði.

Frón hefur nánast eingöngu framleitt fyrir heimamarkað, en undanfarin ár hafa þó verið gerðar tilraunir með útflutning til Færeyja og hver veit nema að Frón kexið geri víðreist í framtíðinni.

Deila |
Frónkex í vinnuna
Taktu með þér Frónkex í vinnuna

Kínverskt máltæki segir eitthvað á þá leið að sá sem vaknar til vinnu á hverjum degi fyrir sólarupprás muni uppskera ríkulega. Með miklum dugnaði og eljusemi er ýmislegt hægt. En vinnan er skemmtilegri ef maður á nóg til af Frónkexi. Deildu Frónkexinu með vinnufélögunum. Hvort sem þú vilt vinna með gróft Mjólkurkex, súkkulaði Kremkex eða Súkkulaði Sóló í farteskinu þá finnur þú kex hjá Frón.

Frónkex með kvöldkaffinu
Fáðu þér Frónkex með kvöldkaffinu

Gott kvöld er ósk sem við iðulega berum upp. Það er fátt huggulegra en að slappa af að kvöldi til, fá sér ljúffengan kaffibolla og uppáhaldskexið þitt frá Frón með. Kexið upphefur kaffistundina. Prófaðu bara að dýfa Mjólkurkexi í kaffið eða Kósí kexi. Súkkulaði kexið er einnig ljúffengt með kaffinu þó dýfingunum sé sleppt.

 

Frónkex í baksturinn
Notaðu Frónkex í baksturinn

Frónkex hentar ljómandi vel í baksturinn. Hefurðu prófað að búa til ostaköku með hafrakexi frá Frón í botninum? Kíktu á vefinn hjá okkur og sjáðu hvort þú finnir ekki einfalda uppskrift sem er þér að skapi. Þú getur líka notað Morgunkex í botninn og maulað piparkökur á meðan á bakstrinum stendur.

þekkir þú Álf?

Frón styður Rauðakross Íslands
Álfur kremkex. Vanilludvergar og súkkulaðidvergar

Álfur er dvergur. Hann er góður þó hann sé eilítið brögðóttur. Hann er líka rammgöldróttur og getur galdrað fram fleiri dverga sem luma á ýmsum góðum brögðum. Jafnvel súkkulaði eða vanillubragði ef vel liggur á þeim.

Dvergar láta yfirleitt lítið fyrir sér fara. Þeir kunna ágætlega við sig í klettum og steinum en þar nýta þeir sér handlagni sína til að búa til göng og glæsilega sali.