Mjólkurkex er ekki bara mjólkur-kex. Það er vissulega langbest brotið í tvennt, og dýft í ískalda mjólk áður en það endar á tungunni og leysist upp. Það er mátulega sætt og mátulega stökkt og hefur verið eitt uppáhaldskex Íslendinga í áratugi.

 

Eitt það besta við Mjólkurkex er hve gott er að dýfa því. Eins og fyrr sagði er mjólkin alltaf best, ekki síst með smá kakómalti út í, en það er líka æðislegt með heitu kaffi, tei eða kakói.

Kaffitíminn í vinnunni verður skemmtilegri ef þú býður vinnufélögunum upp á Mjólkurkex og það er eitthvað við það að maula gott kex með kaffinu sem kemur talbeininu í gang. Minningar eiga jafnvel eftir að flæða fram og kannski á einhver skemmtilega sögu um Mjólkurkex úr æsku. Kexið frá Frón hefur komið við sögu Íslendinga á hverjum degi í meira en 90 ár - svo það er ekki ólíklegt að einhverjar skemmtilegar sögur komi fram.

 

Deila |