Café Noir kexið frá Frón er ekta kaffikex,  lítil og nett súkkulaðikexkakan hjúpuð mjólkursúkkulaði á sérstaklega vel við dökkan og ljúffengan kaffisopann. Hefur þú smakkað þessa ólýsanlega góðu samsetningu? 

 

Café Noir er franska og þýðir svart kaffi, þó orðin séu einföld er eitthvað við hinn fallega franska hljóm sem gefur til kynna eitthvað gómsætt, en svolítið dulúðlegt. Svart kaffi og Café Noir eru fullkomnir félagar. Lítil og nett súkkulaðikexkakan hjúpuð mjólkursúkkulaði á sérstaklega vel við dökkan og ljúffengan kaffisopann. 

En við hjá Frón vitum að það drekka ekki allir kaffi. Þess vegna getum við alveg mælt með Café Noir með ísköldu mjólkurglasi – það vita jú allir hvað mjólk og súkkulaði passar vel saman. 

Cafe Noir er ein alvinsælasta kexkakan okkar og ekki að ósekju – kipptu Café Noir með næst þegar þú ferð í verslun og prófaðu Café Noir með kaffisopanum. 

 

Deila |