Mörgum finnst árið sífellt fljótara að líða, ár eftir ár. Maður er ekki fyrr búinn að sporðrenna síðustu piparkökunni frá Frón en áramótin ganga í garð. Nýtt ár ber með sér nýjar væntingar, óskir og áskoranir.

 

Við hjá Kexverksmiðjunni Frón fögnum 90 ára afmæli okkar í ár, af því tilefni settum við á markað nýtt kex, Frón Klassík sem sló rækilega í gegn. Við þökkum viðtökurnar og höldum áfram að leggja ríka áherslu á vöruþróun á næstu árum.

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs um leið og við þökkum samfylgdina og viðskiptin á árinu sem er að líða og hlökkum til nýrra stunda á nýju ári.

Deila |