Margir þekkja loftkökurnar, þessar fisléttu súkkulaðismákökur sem eru eilítið harðar undir tönn en bráðna síðan eins og smjör þegar þær eru komnar upp í munn.

 

Loftkökur eru síður en svo séríslenskt fyrirbæri. Þvert á móti eru þær víða til úti í hinum stóra heimi og eru útgáfur þeirra jafn mismunandi og löndin eru mörg.

Íslensku loftkökurnar hafa engu að síður vakið nokkra athygli erlendis, bæði þeirra erlendu ferðamanna sem hafa sótt landið heim og þeirra sem aldrei hafa hingað komið. 

Nú fer að líða að jólum og margir farnir að dusta rykið af uppskriftabók ömmu og huga að hátíðabakstrinum. Í gegnum tíðina hefur Kexverksmiðjan Frón lagt hönd á plóg í viðleitni sinni við að létta undir með landsmönnum. Fyrirtækið er búið að baka og eru nýbakaðar jólasmákökur Frón komnar í hillur verslana. Þar á meðal eru loftkökurnar vinsælu. Frón bakar líka fleiri sortir á borð við Vanilluhringi, Súkkulaðibitakökur og Ömmugott.

 

 

Deila |