Þeir eru ófáir sem telja haustið og veturinn til sinna uppáhalds árstíða. Notalegt húmið síðdegis, myrkrið á kvöldin og tækifærið til að kveikja á kertum er kærkomið. Margt býr í myrkrinu segir einhvers staðar og þó sumir líti á það sem slæmt er það alls ekki svo. Er eitthvað notalegra en að setjast niður að kvöldi til í rökkrinu, kveikja á kertum, setja góða mynd af stað og maula á ljúffengu Cafe Noir kexi?

 

Café Noir er klassískt og ljúffengt súkkulaðikex sem passar svo frábærlega með kaffi að það er eins og hvorugs skyldi njóta án hins. Café Noir er líka ljúffengt með mjólk og sumir kjósa að drekka gos með því – þú ræður, gerðu tilraunir, prófaðu eitthvað nýtt. Kannski uppgötvar þú nýja og frábæra samsetningu sem þér datt ekki í hug áður.

Og þegar kemur að því að velja mynd til að horfa á í rökkrinu á meðan þú maular á Café Noir er ekki úr vegi að velja eina af þeim sígildu myndum sem tilheyra Film Noir hefðinni. Þetta eru myndir sem gerðar voru á árunum milli 1940 og 1950 og fjölluðu um andhetjur, glæpakvendi og eitilharða rannsóknarlögreglumenn eða einkaspæjara. Robert Mitchum og Marlene Dietrich voru upp á sitt besta í þessum myndum og margar þeirra bestu mynda eru einhverjar bestu myndir kvikmyndasögunnar.

 

Keyptu Café Noir, ljúffenga súkkulaðikexið, í næstu verslun, kveiktu á kertum og njóttu notalegs kvölds með áhorfi á góða mynd. Café Noir fæst í flestum verslunum á einstaklega hagstæðu verði. 

Deila |