Á þessum árstíma taka margir heilsuna föstum tökum og taka sig á í mataræði og hreyfingu. Það er vel en lykillinn að góðum árangri er lífstílsbreyting til frambúðar. Hreyfing og mataræði þarf að haldast í hendur og stutt átök gagnast lítið. Við hjá Frón viljum gjarna taka þátt í bættu mataræði fólks og minnum því á hið ljúffenga Kornkex sem unnið er úr heilkorni.

 

Í Kornkexi er 100% heilkornamjöl sem gerir kexið einkar heilsusamlegt. Kexið er trefjaríkt (10,3 gr) og inniheldur þrjár tegundir af fræjum, það er graskersfræ, sólblómafræ og sesamfræ.

Nýlega birtist grein á vef Landlæknisembættisins þar sem kemur fram að sterkar líkur eru til þess að neysla heilkornavara lengir lífið.

Sykurmagnið í heilkornakexinu er mun lægra en í öðru kexi og það munar um minna.

 

Þeir sem hugsa um heilsuna ættu að skoða Kornkex – það er ljúffengt gæðakex sem þú finnur í næstu verslun. 

Deila |