Þó sumri sé tekið að halla er óþarfi að leggjast í kör. Haustinu fylgir margt skemmtilegt, skólar hefjast aftur og lífið fer aftur að fara í sínar hefðbundnu skorður. Eitt það allra skemmtilegasta við haustið er örugglega að fara í berjamó. Þá er gott að taka með sér Matarkex í nesti og góð ílát og safna vel í boxin. Svo má sulta, safta eða bara borða berin eintóm eða með sykri og rjóma.

 

Þau eru mörg berjalöndin í nágrenni borgarinnar. Í viðtali við Morgunblaðið telur Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, upp nokkur frábær berjalönd í nágrenni borgarinnar. Allir þekkja Heiðmörk, en þar er gjöfult berjaland sem gefur vel af bláberjum. En þau eru fleiri berjalöndin í nágrenni höfuðborgarinnar.

Geitháls, segir Sveinn Rúnar, að sé sérlega gott berjaland og sama á við um heiðir í kringum borgina eins og rauðavatn. Á Nesjavallaleiðinni sé líka að finna mjög góð berjalönd. Heiðarnar við Vesturlandsveginn séu skemmtileg berjalönd sem hann sækir mikið í og í Tröllafosslandinu sé öll ber að fá, aðalbláber, bláber, krækiber og hrútaber.

Sveinn Rúnar segir það góða venju að spyrja um leyfi landeigenda fyrir berjatínslu þegar ferðast er um sveitir landsins. Við erum sammála honum og teljum það sjálfsagða kurteisi. Við teljum það líka góða venju að taka með sér gott nesti og þá er Matarkex frá Frón tilvalið nesti og sívinsælt til slíks brúks. Margir eiga góðar minningar um Matarkex í berjamó, enda er Frón 90 ára og hefur komið við sögu á hverjum degi.

 

 

Deila |