Frón fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir og margt hefur verið gert til að fagna þessum tímamótum. Meðal annars settum við nýtt kex á markaðinn, Frón Klassík, sem hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Á dögunum ákváðum við svo að fagna tímamótunum og færa viðskiptavinum okkur glaðning í tilefni afmælisins.

 

Útsendarar okkar fóru í 10 verslanir og biðu eftir viðskiptavinum sem völdu sér Frón kex. Þá létu þeir konfetti rigna yfir viðskiptavinina og gáfu þeim glæsilega gjafakörfu stútfulla af girnilegu og gómsætu kexi frá Frón. Gleðin leyndi sér ekki eins og sést á myndbandinu sem við létum gera af þessum skemmtilega viðburði og þú finnur á Facebook.

 

Frón var stofnað 12. Júní 1926 og hefur komið við sögu á hverjum degi í 90 ár. Kíktu við í næstu verslun og rifjaðu upp kynnin við gómsæta Frón Kexið. Það eiga allir sitt uppáhald – hvert er þitt?

Deila |