Kexið frá Frón hefur komið við sögu á hverjum degi í 90 ár. Nær allir íslendingar eiga minningar um klassíska kexið okkar á borð við Matarkex, Mjólkurkex, Póló og Kremkex. En við hjá Frón sitjum ekki með hendur í skauti heldur erum í sífelldri vöruþróun. Þessvegna hefur Frón nú sett á markað nýtt gómsætt kex sem er bakað er eftir klassískri uppskrift. Frón Klassík er komið í næstu verslun. Hefur þú smakkað?

Frón Klassík er bakað úr heilhveiti og hjúpað gómsætum dökkum hjúp frá Nóa Síríus. Það er milt og seðjandi með margslungnum undirtónum. Frón Klassík er bakað eftir uppskrift sem við hjá Frón höfum átt um áraraðir. Það er þó bakað samkvæmt nýjum hugmyndum og aðferðum og auðvitað transfitusnautt eins og allt annað kex frá Frón. 

Klassík er sígilt og gott súkkulaðikex sem hentar flestum bragðlaukum. Íslenska súkkulaðibragðið leynir sér ekki af dökka hjúpnum og heilhveitibragðið veitir góða fyllingu í dagsins önn. Gríptu með þér nýja Frón Klassík næst þegar þú ferð verslun og smakkaðu nýtt gómsætt íslenskt kex. Þú sérð ekki eftir því!

Deila |