Nú er sumar og þá er sérstaklega gaman að vera til. Margir kjósa að fara í gönguferðir í góða verðinu, hvort sem það eru upp á fjöll eða eftir göngustígum. Aðrir fara í hestaferðir eða slá nokkrar holur á næsta golfvelli. Hvað sem þú kýst að gera er Matarkex frá Frón fullkominn ferðafélagi.

 

Matarkexið frá Frón á sérstakan stað í hjörtum landsmanna enda má segja að allir hafi alist upp með matarkexinu. Þetta ljúffenga og stökka kex tengist þannig mörgum minningum okkar. Hver man til dæmis ekki eftir að hafa fengið sér matarkex og mjólkurglas í æsku, eða jafnvel matarkex og þykkni, þið vitið þetta sem alltaf var kallað djús. Hvernig væri að rifja upp þessa tíma og fá sér matarkex og djús?

Matarkexið er líka alveg sérlega vel til þess fallið að dýfa því í kaffi. Þá er nú tilvalið að fá sér gamaldags uppáhelling með mjólk og dýfa matarkexinu í rjúkandi heitan drykkinn. Það verður enginn svikinn af því!

Kipptu Matarkexi frá frón með í næstu verslun. Í flestum verslunum er enn auðveldara að finna matarkexið en vanalega því glæsilegir vörustandar eru víða vegna 90 ára afmælis Frón. Fáðu þér kex og rifjaðu upp gamlar góðar minningar því kexið frá Frón 

Deila |