Nú á hásumri keppast Íslendingar við að nýta góða veðrið sem allra best. Áhugamál sem þurftu að bíða yfir veturinn eru nú stunduð af miklum móð. Hlaupafólk fyllir göngustígana, hjólreiðamenn hjólastígana og hestamenn hestastígana. Veiðimenn raða sér við hvern árbakka og tjaldstæðin eru full af bæði Íslendingum og útlendingum sem drekka í sig sólina og sumarnóttina. Kexið frá Frón kemur við sögu við öll þessi tækifæri enda hefur það komið við sögu landsmanna á hverjum degi í 90 ári.

 

Póló kexið smellpassar í golfkerruna og gefur golfurunum aukinn kraft á langri göngu. Kremkexið er fullkomið í bílinn á langkeyrslu enda bráðnar það ekki í hitanum sem vill verða í bílnum. Kornkex hentar þeim sem vilja ljúffengt kex með hreinni samvisku.

Í hesthúsunum á kexið frá Frón sinn fasta samastað enda er fátt betra eftir stússið í húsunum en að setjast niður með gott uppáhellt kaffi og kex. Þá laumast nú líka flestir til að dýfa kexinu í kaffið - þeir eiga að láta það eftir sér, það er svo ljómandi gott.

Hver kannast ekki við undursamlegar stundir við árbakkann á töfrastundinni þegar allt hljóðnar nema niðurinn frá ánni. Þá er ólýsanlegt að maula á frábæra Matarkexinu og láta hugan reika um allar þær minningar sem hafa skapast með kexinu frá Frón - sem hefur komið við sögu landsmanna á hverjum degi í 90 ár.

Hvaða áhugamál sem þú stundar getur þú fundið kex frá Frón sem hæfir tilefninu. Kipptu kexinu með þér í næstu verslun og taktu með í ferðalagið. 

Deila |