Kremkex er eitt allra vinsælasta kexið á markaðnum, og ekki að furða. Samspil stökkrar kexkökunnar og silkimjúks kremsins leikur við bragðlaukana og skapar hughrif sem allir Íslendingar þekkja. Saga kremkexins er löng og glæst og sem betur fer sér ekkert fyrir endann á þeirri sögu.

 

Ótrúlega margir kalla kremkexið Sæmund í sparifötunum. Sumir hafa örugglega velt því fyrir sér hvaðan það gælunafn er upprunnið. Ástæðan er nokkuð á reiki, eins og vera ber með góða flökkusögu en líklegasta skýringin er sú að hún eigi rætur að rekja til kexverksmiðju sem hét Esja.

Forstjóri þessarar kexverksmiðju, sem sameinaðist raunar Frón löngu síðar, árið 1970, hét Sæmundur Ólafsson. Esja framleiddi vanillukex sem gjarnan var nefnt í höfuðið á forstjóranum í daglegu tali.

Vanillukexið Sæmundur

Kremkexið frá Frón þótti vel heppnað, vanillukex með gómsætu kremi. Það þótti eðlilega fínna en kremlausa vanillukexið, og fékk því, að því er sagan segir, nafnið Sæmundur í sparifötunum. Nú er auðvitað löngu hætt að framleiða vanillukexið gamla, og hefur því Matarkexið frá Frón fengið nafnið Sæmundur hjá ýmsum sem vilja viðhalda þessum gömlu hefðum.

Það er gaman að hefðum, og þær hafa orðið til nokkrar í 90 ára sögu Frón. Taktu þátt í að viðhalda hefðunum, keyptu pakka af Kremkexi frá Frón í næstu verslun og segðu einhverjum söguna af því hvernig það kom til að þetta gómsæta kex fékk nafnið Sæmundur í sparifötunum

Deila |