Á þessum tíma árs eru flestir að skipuleggja sumarfríið. Sumir geta ekki hugsað sér annað en letilíf á sólarströnd en aðrir vilja ekki fyrir nokkurn mun missa af íslenska sumrinu. Útilegur og sumarbústaðir heilla og þá er gott að eiga Frón kex í farangrinum.

 

Á þessum árstíma eru ábyggilega margir farnir að hlakka til sumarfrísins. Maí er er að klárast, júní er handan við hornið og sumarfríið á næsta leiti hjá mörgum.

Íslendingar eru líka margir sólþyrstir eftir erfiðan vetur og því ætla ábyggilega margir að baða sig í sólinni á sólarströnd í sumar.

En aðrir geta vart hugsað sér að vera í burtu yfir hásumarið og nota því tímann til að stunda útivist, fara í fjallgöngur eða njóta lífsins í sumarbústaðnum í samvistum við sína nánustu.

Og svo eru það alltaf sumir sem kunna bara vel við að spóka sig um í bænum og sleikja sólina á stéttum kaffihúsanna.

Í ár fögnum við hjá Frón 90 ára afmæli. Við höfum komið við sögu á hverjum degi og í ótal bústaðaferðum, útilegum og gönguferðum. Við erum þakklát fyrir allar minningarnar og við hlökkum til nýrra ævintýra. 

 

Deila |