Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní 1926 og fagnar því 90 ára afmæli sínu um þessar mundir. Mjólkurkex hefur verið framleitt í áratugi og hefur mjólkurkexið verið ein vinsælasta varan okkar frá upphafi. Mjólkurkex hentar ekki bara með mjólk - þrátt fyrir nafnið - þó það sé gómsætt brotið í tvennt og dýft í mjólk. Nei, Mjólkurkexið er gott eitt og sér eða með kaffi eða te. Margir eiga minningar um “drekkutíma” þar sem boðið var upp á appelsínuþykkni og Mjólkurkex. Hvernig sem þú kýst að njóta Mjólkurkexins er stökkt og hæfilega sætt kexið tilvalið með síðdegiskaffinu þínu.

 

 

Kaffitíminn í vinnunni verður skemmtilegri ef þú býður vinnufélögunum upp á Mjólkurkex og það er eitthvað við það að maula gott kex með kaffinu sem kemur talbeininu í gang. Minningar eiga jafnvel eftir að flæða fram og kannski á einhver skemmtilega sögu um Mjólkurkex úr æsku. Kexið frá Frón hefur komið við sögu Íslendinga á hverjum degi í 90 ár - svo það er ekki ólíklegt að einhverjar skemmtilegar sögur komi fram.

 

Mjólkurkex fæst í tveimur útgáfum þessari hefðbundnu sem allir þekkja, en líka gróft. Þú þekkir það á rauða letrinu.

 

 

Nú er sumarið á næsta leiti og hvað er heppilegra en að stinga Mjólkurkexi með í nestispakkann þegar þú ferð í gönguferðir sumarsins eða útilegur? Fátt er betra því Mjólkurkex passar með öllum drykkjarföngum hvort sem þú vilt hafa mikið við og gera unaðslegt ítalskt espresso í eldhúsinu heima, eða skyndikaffi á fjöllum. Fáðu þér frábæra íslenska Mjólkurkexið í næstu verslun og láttu bragðið og minningarnar leika við þig - því kexið frá Frón kemur við sögu á hverjum degi. 

Deila |