Í þessari viku er allt að verða vitlaust því Eurovision vikan er hafin. Á þriðjudag keppti Greta Salóme fyrir Íslands hönd og stóð sig frábærlega. Hún komst því miður ekki upp úr undanriðlinum og keppir því ekki til sigurs á laugardag í Stokkhólmi. En það þýðir ekki að láta deigan síga, við veljum okkur annað land til að halda með og finnum okkur þannig frábært tækifæri til að slá til almennilegrar veislu og bjóða upp á frábæran eftirrétt.

 

Hafrakexið frá Frón er alltaf gott eitt og sér en það er líka sniðugt að nota það sem grunn í þessa gómsætu og einföldu ostaköku. Hvernig væri að koma gestunum á óvart með þessari ostaköku á laugardaginn?

 

Kirsuberjaostakaka

Botn:

1 pakki Hafrakex frá Frón

1/3 dl. Smjörvi

 

Fylling:

1 Askja Rjómaostur (400 gr.)

½ lítri Rjómi, þeyttur

4 dl. Flórsykur

 

Ofan á:

1 krukka kirsuberjasósa 

 

Bræðið Smjörvann, myljið kexið og hrærið saman við. Setjið í botninn á skál eða formi.

Hrærið vel saman rjómaost og flórsykur og loks er þeytta rjómanum hrært varlega saman við. Hellið blöndunni yfir kexbotninn. Að lokum er kirsuberjasósunni hellt yfir. Kælið áður en kakan er borin fram. 

 

Eurovision er fjölskylduhátíð á Íslandi og er það vel, við mælum með að allir sameinist fyrir framan sjónvarpið á laugardag og njóti samverunnar með frábærum eftirrétti og skemmtilegu sjónvarpsefni. 

 

Deila |