Það finnst mörgum súkkulaðikexið frá Frón algerlega ómissandi enda hafa Súkkulaði Póló og Café Noir verið meðal uppáhaldskextegunda margra Íslendinga lengi.

 

Við hjá Frón höfum sagt að kexið frá okkur komi við sögu á hverjum degi, enda hafa Íslendingar gætt sér á kexinu okkar allt frá árinu 1926 þegar fyrirtækið var stofnað.

Síðan eru liðin 90 ár og ekkert lát er á vinsældum kexins frá Frón. Við höfum stundum talað um kexdýfingar hér á síðunni. Þær fara þannig fram að kexkaka er brotin í tvennt og hvorum sínum hluta dýft ofan í mjólk eða kakómalt.

Súkkulaði Póló og Café Noir eru hvorttveggja kextegundir sem eru einstaklega vel til þess fallnar að stunda með kexdýfingar. Ertu ekki ábyggilega búinn að prófa þær?

Svo er þessar kextegundir líka frábærar til að njóta einar og sér. Ef þú átt þetta ekki í eldhússkápnum í augnablikinu er um að gera að kippa þessu með sér í næsta verslunarleiðangri.

 

Deila |