Við hjá Frón erum stolt af því að fagna 90 ára afmæli okkar í ár. Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. Júní 1926 og við höfum komið við sögu á hverjum degi allan þann tíma. En þeir eru fleiri sem hafa staðið vaktina lengi. Þannig bárust fréttir af því um daginn að sjálf Elísabet bretlandsdrottning fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir. Við mælum með því að frúin fái sér Fíkjubita í tilefni tímamótanna og leyfi sér að njóta.

 

Elísabet önnur bretadrottning heitir fullu nafni Elizabeth Alexandra Mary og fæddist 21. apríl 1926. Hún er ekki aðeins drottning því hún er líka þjóðhöfðingi breska samveldisins en í því eru 53 fullvalda ríki. Elísabet var aðeins 25 ára þegar hún varð drottning og hefur ríkt í 64 ár, lengst allra þar í landi. 

Elísabet á fjögur börn, ríkisarfann Karl sem ber titilinn Prins af Wales, Önnu prinsessu, Andrés sem er hertogi af York og Játvarð sem hefur titilinn jarlinn af Wessex. Karl hefur beðið lengi eftir að fá að verða konungur því hann verður 68 ára í ár og er orðinn elsti krónprins sögunnar. Líklegt er að hann þurfi að bíða lengi enn því ekkert fararsnið er á okkar konu.

Við hjá Frón erum líka hress, alveg eins og Elísabet, og hyggjumst ekki slaka á eitt andartak. Við ætlum samt að bjóða Elísabetu lungamjúka Fíkjubita ef hún verður á leið okkar. Þó það nú væri!

 

Deila |