Dagur bókarinnar verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn, þann 23. apríl. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 1996 að frumkvæði Menningarmálastofnunar Evrópu, UNESCO. Það vill svo skemmtilega til að þessi dagur er fæðingardagur margra frægra rithöfunda um allan heim. Halldór Laxness fæddist til dæmis þennan dag árið 1902. Þeir sem hafa gaman af að lesa vita hversu notalegt er að hreiðra um sig undir teppi með bók og eitthvað gott að maula á. Hvernig væri að velja sér einhverja góða bók eftir Halldór Laxness og narta í ekta íslenskt mjólkurkex?

 

Mikilvægi bóklestrar er óumdeilt. Með auknum bóklestri lærum við meira, kynnumst nýjum hugmyndum og menningarheimum og við skiljum betur fólkið og lífið í kringum okkur. Við hvílum hugann á öllu áreitinu sem dynur á okkur úr öllum áttum allan daginn. Þeir sem hafa dálæti á bókum og lestri þekkja hve notalegt er að loka um stund á daglegt líf og sökkva sér í heim bókanna.

Þeir eru þó margir sem hafa spáð bókinni dauða. Fyrst þegar kvikmyndirnar komu, svo þegar sjónvarpið kom inn á heimilin og myndbandstækin. Nú eiga tölvurnar, internetið og tölvuleikirnir að ganga af bókinni dauðri. En það er óhætt að segja að fréttir af andláti bókarinnar eru stórlega orðum auknar. Rafbækur hafa gefið bókinni nýtt líf og hljóðbækur njóta sífellt meiri vinsælda.

 

Það skiptir nefnilega ekki öllu máli í hvaða formi bókin er. Það sem skiptir máli er að við lesum, lærum og njótum. Reynslan af því að hjúfra um sig með bók verður svo enn meiri og betri þegar við gerum vel við okkur með Frón kexi sem hefur fylgt okkur í 90 ár. 

Deila |