Órækasti vorboði okkar Íslendinga hefur sýnt sig. Við eigum að taka nagladekkin undan bílnum. Síðasti frestur til þess er 15. apríl en eftir það getum við átt á hættu að fá sekt sem nemur 5000 krónum á hvert dekk.  Því er ráð að panta tíma á hjólbarðaverkstæði og láta fagmenn skipta um dekkin undir bílnum. Engin ástæða er til að fresta verkinu og á eftir er tilefni til að verðlauna sig með ljúffengu kremkexi og kaffi eða mjólk.

 

Dekk bílsins eru ekki einvörðungu til þess að bíllinn komist áfram, þau eru jafnframt einn mikilvægasti öryggisbúnaður hans. Séu dekkin slitin eykst hemlunarvegalengd hans umtalsvert. Því skyldi enginn vanmeta þörfina á góðum dekkjum eða sjá eftir kostnaði við að hafa dekkin í góðu lagi.

Kremkex er eitt allra vinsælasta kexið á markaðnum, og ekki að furða. Samspil stökkrar kexkökunnar og silkimjúks kremsins leikur við bragðlaukana og skapar hughrif sem allir Íslendingar þekkja. Saga kremkexins er löng og glæst, sem betur fer sér ekkert fyrir endann á þeirri sögu.  

Í ár fagnar Frón 90 ára afmæli sínu. Við slík tímamót er gott að staldra við og líta yfir horfinn veg um leið og litið er fram á við. Kauptu Kremkex í næstu verslun og gerðu vel við þig

 

Deila |