Cafe NoirÞó Eurovision söngvakeppnin sé ekki fyrr en um hvítasunnuhelgina eru margir farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar. Öll löndin sem keppa hafa valið og kynnt framlag sitt og á laugardaginn byrja upphitunarþættirnir Alla leið á RÚV. Þá er um að gera að vera búinn að birgja sig upp af kexi til að maula á á meðan palladómar eru felldir um lög og keppendur. Stigagjöfin í Eurovision er í hugum margra stærsti hlutinn af áhorfinu og því tilvalið að fá sér gómsætt Café Noir þegar eitthvert land fær Douze Points.

Í ár keppa 43 lönd um hnossið í Eurovision. Keppnin fer fram í Stokkhólmi enda sigraði sænska sjarmatröllið Måns Zelmerlöv í fyrra með lagið Heroes. Í ár senda Svíar hinn 17 ára gamla Frans sem syngur hið Justin Bieber-lega If I Were Sorry og þykja líklegir til að verja titilinn. Slíkt hefur ekki gerst síðan Írar unnu ítrekað á 10. áratug síðustu aldar. 

Greta Salóme samdi og flytur framlag Íslands í ár, hið frábæra Hear Them Callingen hún sigraði forkeppnina hér heima örugglega. Greta Salóme er enginn nýgræðingur þegar kemur að þessari keppni en hún samdi líka og flutti lag Íslands Never Forget sem keppti fyrir Íslands hönd í Baku árið 2012.

Við mælum með að fjölskyldurnar sameinist fyrir framan sjónvarpið á laugardaginn og fái sér frábært Café Noir kex, enda nammidagur. 

 

Deila |