Stór hópur fólks stundar göngur á láglendi og fjöll allan ársins hring þegar viðrar til útivistar. Nú er snjórinn að víkja fyrir vorinu og fyrir þá sem eru lítið fyrir vetrargöngur er kominn tími til að hrista af slér vetrarslenið, draga fram gönguskóna og kaupa gott nesti til að taka með í gönguferðina.

Gönguhópurinn Vesen og vergangur fagnar fimm ára afmæli sínu í ár, og hefur vaxið gríðarlega frá því hann var stofnaður árið 2011. Þessi skemmtilegi gönguhópur er öllum opinn og hafa meðlimir í hópnum farið um fornar þjóðleiðir og troðið áhugaverðar slóðir í nágrenni höfuðborgarinnar og víðar í að verða fimm ár.

Forvígismaður og talsmaður gönguhópsins er Einar Skúlason, annálaður gönguhrólfur. Hann hefur sagt frá því í fjölmiðlum að tilgangurinn með hópnum hafi verið að ná saman nægilega mörgu göngufólki til að fjármagna leigu á rútu svo þeir sem vildu taka þátt í göngu þyrftu ekki að fara á mörgum einkabílum að upphafsstað göngunnar.

Facebook-síða gönguhópsins hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár, og vantar aðeins herslumuninn í að meðlimirnir verði orðnir átta þúsund talsins. Á síðunni er mikið rætt um göngur og gönguleiðir.

Rúturnar fljótar að fyllast
Á Facebook-síðunni skipuleggja Einar og annað hresst göngufólk reglulega göngur, að minnsta kosti einu sinni í viku. Það er eins gott að fylgjast vel með því takmarkaður fjöldi sæta er í rútuna í hverri göngu og þær geta verið fljótar að fyllast. Meðlimir eru líka duglegir að hópa sig saman og fara í bæði lengri og styttri göngur með stuttum fyrirvara.

Það er mikilvægt að huga að búnaðinum áður en farið er í göngu, og þar geta reynsluboltar auðvitað ráðlagt þeim sem minni reynslu hafa. Það er einn af kostunum við hóp á borð við Vesen og vergang, þar er auðvelt að finna einhverja sem geta gefið góð ráð. Í svona hópum verður auðvitað líka til vinskapur og þeir því kjörin leið fyrir þá sem vantar ferðafélaga að finna sér vini með sama áhugamál.

Mundu eftir nestinu
Við hjá Frón ætlum að láta öðrum eftir að veita góð ráð um búnað á þessum árstíma, enda misjafnt eftir gönguleiðum hversu vel göngufólk þarf að búa sig. Við minnum hins vegar á mikilvægi þess að hafa með sér eitthvað gott að narta í. Heitur drykkur á brúsa er mikilvægur, og með er gott að bíta í Fíkjubita frá Frón.

Fíkjubitarnir fara vel í bakpoka og eru ekki með kremi sem getur bráðnað ef sólin skín og subbað út fingurna í þegar þreytt og svangt göngufólk stoppar í stutta stund og fær sér nesti..

Ekki gleyma að kaupa Fíkjubita frá Frón áður en lagt er af stað í gönguna.

Deila |