Ostakökur hafa fylgt mannkyninu frá tíma Rómarveldis. Það er ekkert skrítið, enda frábærar tertur sem renna ljúflega niður. Það er ekki erfitt að baka flotta ostaköku. Það sem mestu skiptir er að velja rétta hráefnið.

Hvað hafa Rómverjarnir nokkurntíman gert fyrir okkur? Þessarar skemmtilegu spurningar spurðu háðfuglarnir í Monty Python í hinni klassísu mynd Monty Python‘s Life of Brian. Eitt af því sem þeir hefðu geta bætt á listann er að færa okkur ostakökuna. Hún barst frá Grikklandi til Rómar á tímum Rómaveldisins og hefur verið vinsæl lengi.

Ostakökur eru í uppáhaldi hjá mörgum, enda hægt að baka ótrúlega fjölbreyttar útgáfur af þessari vinsælu köku. Við mælum með því að nota Hafrakex frá Frón í botninn. Prófið til dæmis þessa uppskrift að gómsætri jarðaberjaostaköku.

Jarðaberjaostakaka
200 g smjör
1 pakki Hafrakex frá Frón
2,5 dl rjómi
200 grömm hreinn rjómaostur
1 dós af jarðaberjaskyri
1 dl flórsykur

Bræðið smjörið og myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið saman smjörinu og kexinu og hellið út á kringlótt fat. Dreifið yfir botninn og þjappið þannig að það verði jafnt lag af kexmylsnu á botni fatsins.

Þeytið rjómann og blandið varlega saman við rjómaostinn, skyrið og flórsykurinn. Hellið blöndunni yfir kexið og dreifið varlega úr svo til verði jafnt lag af fyllingu. Kælið í tvær klukkustundir áður en kakan er borin fram.

Prófaðu þig áfram með mismunandi fyllingar. Mundu bara eftir Hafrakexinu frá Frón svo botninn verði einfaldur en góður.

Deila |