Veðurspáin framundan er ekkert sérlega spennandi, umhleypingar eru í kortunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og ekkert annað að gera en að bíta í skjaldarrendur, huga að niðurföllum og rennum og hafa í huga að snjórinn er að fara.

Þó umhleypingarnar séu nauðsynlegar til að snjórinn fari hratt og vel eru þær óskemmtilegar á meðan á þeim stendur. Pollar myndast þar sem síst skyldi, slabbið getur náð manni í ökkla eða hærra og umferðin gengur hægt í rigningunni.

Þá er gott að hafa það gott undir teppi heima, lesa blað eða bók eða horfa á skemmtilegan sjónvarpsþátt. Sjómenn, bændur og aðrar stéttir fólks sem unnið hafa erfiðisvinnu vita að það er nauðsynlegt að eiga gott kex til að grípa í eftir erfiðan dag. Tökum okkur þá til fyrirmyndar og pössum að eiga til pakka af Kremkexi frá Frón.

Eins og margir kalla sjómenn og bændur það kex margir hverjir Sæmund í sparifötunum. En hvaðan ætli það nafn sé komið? Ástæðan er nokkuð á reiki, eins og vera ber með góða flökkusögu. Líklegasta skýringin er sú að hún eigi rætur að rekja til kexverksmiðju sem hét Esja.

Forstjórinn í þessari kexverksmiðju, sem sameinaðist raunar Frón löngu síðar, árið 1970, hét Sæmundur Ólafsson. Esja framleiddi vanillukex sem gjarnan var nefnt í höfuðið á forstjóranum í daglegu tali.

Vanillukexið Sæmundur
Kremkexið frá Frón þótti vel heppnað, vanillukex með gómsætu kremi. Það þótti eðlilega fínna en kremlausa vanillukexið, og fékk því, að því er sagan segir, nafnið Sæmundur í sparifötunum. Nú er auðvitað löngu hætt að framleiða vanillukexið gamla, og hefur því Matarkexið frá Frón fengið nafnið Sæmundur hjá ýmsum sem vilja viðhalda þessum gömlu hefðum.

Það er gaman að hefðum, og þær hafa orðið til nokkrar í 90 ára sögu Frón. Taktu þátt í að viðhalda hefðunum, keyptu pakka af Kremkexi frá Frón í næstu verslun og segðu einhverjum söguna af því hvernig það kom til að þetta gómsæta kex fékk nafnið Sæmundur í sparifötunum.

Deila |