Nú er daginn farið að lengja og gott ef ekki er aðeins farið að losa um veturinn, að minnsta kosti í nágrenni höfuðborgarinnar. Íslendingar vita þó að mars getur oft verið kaldur og snjóþungur og óþarfi að fagna of snemma. Þá er gott að setjast niður með fjölskyldunni og spila saman skemmtilegt borðspil.

Það er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna að spila gott borðspil saman. Þeir sem ekki hafa fylgst með gætu haldið að tölvuleikirnir, spjaldtölvurnar og snjallsímarnir hafi endanlega gert út af við þann geira fyrir mörgum árum. Það er fjarri því satt, borðspilin virðast raunar blómstra þessa dagana og mörg áhugaverð spil eru gefin út á hverju ári.

Borðspilamenningin er raunar í slíkum blóma að heil verslun, Spilavinir, selur ekkert annað en fjölbreytt úrval af borðspilum. Að auki má alltaf finna gríðargott úrval af spilum í versluninni Nexus.

Samvinnuspilin koma sterk inn
Gleymið nú aðeins gamla Matador-spilinu og finnið ykkur nýtt spil til að spila næst þegar fjölskyldan vill eiga góða stund. Nú eru mörg spil fáanleg sem ekki gera út á samkeppni milli spilara. Í stað þess að keppa sín á milli eru allir í sama liði og reyna sameiginlega að sigra.

Dæmi um spil af þessu tagi er spilið Pandemic, þar sem spilararnir eiga að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma í heiminum. Sem er hreint ekki auðvelt, og oft á tíðum ótrúlega spennandi. Annað skemmtilegt spil af þessu tagi er spilið Betrayal at House on the Hill. Þar eiga spilararnir að rannsaka dularfult hús, og geta þegar minnst varið lent í því að einn þeirra verði fyrir undarlegum áhrifum og svíki allan hópinn.

Nestaðu þig með kexi
Við hjá Frón mælum með því að fjölskyldur taki góðan eftirmiðdag um helgi í spilið. Það er mikilvægt að vera nestaður með gott kex þegar lagt er af stað í spiladag fjölskyldunnar. Það er gott að bjóða upp á gott kex, sem subbast ekki of mikið. Við mælum með Café Noir, sem er klassískt súkkulaðikex sem allir elska. Það er gott að hita kakó fyrir krakkana og kaffi fyrir fullorðna.

Kíktu með fjölskylduna í góða sérverslun með spil og finndu eitthvað nýtt og spennandi til að spila. Komdu við á heimleiðinni og keyptu veitingar til að bjóða upp á, og eigðu svo góðan og rólegan fjölskyldudag með borðspil og kex.

Deila |