Stundum virðist veturinn ógurlega langur að líða, þrátt fyrir að nú séu dagarnir farnir að lengjast og sólin farin að veita smá yl þegar hún skín á landsmenn. Þá er gott að hafa í huga að maður er manns gaman og fara í heimsókn, eða fá einhvern í heimsókn.

Það er góður siður að kíkja í kaffi til vina, ættingja og jafnvel nágranna. Það þarf ekki alltaf að plana allt með löngum fyrirvara og hringja í fólk fyrirfram til að boða komu sína. Stundum er gaman að líta óvænt við og kanna hvort boðið sé upp á kaffisopa. En þá má auðvitað ekki móðgast ef sá sem heimsóttur er hefur ekki tíma til að bjóða upp á tíu dropa.

Það er eitthvað sem er svo notalegt við að fá gesti í heimsókn, eða heimsækja þá sem þér þykir vænt um án þess að tilefni þurfi til. Það sýnir væntumþykju og eykur nándina að spjalla með kaffibolla í hönd. Þó allir séu sífelt að sjá hvern annan á samfélagsmiðlunum slær það ekki út persónulegu spjalli í eldhúsinu.

Eigðu eitthvað með kaffinu
Það er nauðsynlegt að eiga eitthvað gott til að bjóða upp á með kaffinu þegar gestir líta í heimsókn. Þegar heimsóknin er óvænt er gott að geta gripið í kexpakka í skápnum. Kósý með karamellubragði passar vel fyrir bæði gesti og svangt heimilisfólk.

Það er eitthvað við bragðið af karamellu og súkkulaði sem passar saman. Það er ástæðan fyrir því að nýja Kósýkexið frá Frón hefur slegið í gegn. Hjúpaðar súkkulaðikökur með karmellubragði og krókantbitum getur bara ekki klikkað.

Mundu eftir kexinu frá Frón þegar þú verslar í matinn. Stingdu pakka af Kósýkexi með karamellubragði í innkaupakerruna. Eða tveimur. Einn fyrir þig og annan til að bjóða gestum.

Deila |