Flestir kannast við að ákveða um áramót að velja heilsusamlegri mat og hreyfa sig meira á nýju ári. Stór hluti leggur af stað á nýju ári með háleit markmið og stendur sig vel. En svo kemur bakslagið. Það er erfitt að viðhalda góðu mataræði og vera duglegur að hreyfa sig. Við hjá Frón getum hjálpað.

Það getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans. Við vitum að brauð sem er heilkorna og trefjaríkt er betra fyrir okkur en hvítt brauð. Og að sætt kex er ekki til að bæta árangurinn ef þess er neytt í miklu magni. En samt er það eitthvað við það að bíta í stökka kexköku sem erfitt er að slíta sig frá.

Þetta vitum við hjá Frón vel, og við erum staðráðin í að bjóða þér upp á hollan valkost til að narta í, án samviskubits. Kornkex frá Frón er sá valkostur. Í Kornkexi er 100% heilkornamjöl. Kexið er trefjaríkt með 10,3 grömm af trefjum í hverjum 100 grömmum, sem er hlutfall á við það sem best gerist hjá grófu brauði. Kornkexið inniheldur líka þrjár tegundir af fræjum; graskersfræ, sólblómafræ og sesamfræ. Þá er sykurmagnið í þessu heilkornakexi mun lægra en í öðru kexi, til dæmis Mjólkurkexi.

Það er gott að nota heilkorna og trefjaríkt kex eins og Kornkexið frá Frón til að auka úthaldið í hollustunni. Þegar þig langar í kexbita getur þú smurt þunnu lagi af viðbiti á Kornkex, sett ost eða kotasælu og nokkrar gúrkusneiðar og svalað þeirri þörf, án samviskubits.

Erfitt að breyta alveg um mataræði
Þannig er hægt að auka úthaldið í heilsuátakinu með því að skera ekki algerlega á það sem þú ert vanur eða vön að borða. Það er göfugt markmið hjá þeim sem borða mikið af óhollum mat að skipta algerlega um mataræði, en margir komast að því að það er auðvelt að byrja en erfitt að halda slíkt út.

Prófaðu Kornkexið frá Frón. Það er gott eitt og sér, en er líka frábært með góðu áleggi. Svo er auðvitað allt í lagi að leyfa sér smá óhollustu af og til og deila pakka af uppáhalds kexinu frá Frón með öðrum fjölskyldumeðlimum á góðum degi.

Mundu eftir að kaupa pakka af Kornkexi næst þegar þú verslar í matinn fyrir fjölskylduna. Lykillinn að því að halda sig við hollustuna er að gæta að því að það sé eitthvað gott en hollt til heima til að borða í stað óhollustu þegar hungrið sverfur að.

Deila |