RÚV sýnir nýjustu sakamálaseríuna úr smiðju Baltasars Kormáks, Ófærð, á besta tíma. Ekki bara besta tíma vikunnar, á sunnudagskvöldum, heldur á réttum tíma fyrir kuldalega sviðsmyndina, bæ sem er innilokaður vegna veðurs um miðjan vetur. Kuldinn smýgur í gegnum sjónvarpið að áhorfandanum. Við mælum með því að heitt kakó sé haft um hönd og minnum á að Póló frá Frón fer vel með heitum drykkjum á köldum vetrarkvöldum.

(Athugið að fréttin gæti innihaldið minniháttar spilla fyrir þá sem hafa ekki séð þættina Ófærð).

Það er eitthvað mjög íslenskt við þær aðstæður sem blasa við íbúum sjávarþorpsins sem er algerlega aflokað frá umheiminum í dimmum snjóbyl um miðjan vetur.

Eins og verða vill með sjónvarpsþætti eru vofeiflegir atburðir heldur algengari í þáttunum en í raunvöruleikanum, en áhorfandinn á samt auðvelt með að sökkva sér niður í aðstæður söguhetjanna í þáttunum. Þetta eru aðstæður sem allir Íslendingar geta samsamað sig.

Nú hafa sex þættir af tíu verið sendir út og spennan að ná hámarki. Morðingi eða morðingjar ganga lausir, en komast ekki í burtu frá þorpinu þar sem allar leiðir eru ófærar.

Þekkjum íslenskar aðstæður
Við hjá Frón þekkjum íslenskar aðstæður vel. Vörurnar okkar hafa verið framleiddar hér á landi í 90 ár, frá árinu 1926, og hafa því komið við sögu á hverjum degi hjá landsmönnum. Líka í vetrartíð þegar enginn kemst lönd né strönd.

Það er algerlega nauðsynlegt að eiga einn eða tvo pakka af kexi frá Frón þegar veðrið býður ekki upp á annað en að sitja heima og horfa á sjónvarpið. Við mælum með pakka af Póló og öðrum af Matarkexi. Munið bara að hita kakó eða kaffi og eiga á brúsa. Því það er aldrei að vita hvort rafmagnið detti óvænt út, eins og í sjávarþorpinu í Ófærð.

Deila |