Það hefur væntanlega ekki farið framhjá nokkrum manni að höfuðborgarsvæðið, og raunar stærstur hluti landsins, er á kafi í snjó þessa dagana. Það er fátt skemmtilegra en að leika sér í snjónum með börnunum. Við hjá Frón mælum með ferð í einhverjar af skíðabrekkunum innan borgarmarkanna í Reykjavík, eða sleðaferð með yngri börnum.

Reykjavíkurborg starfrækir þrjár skíðabrekkur þar sem allir geta farið á skíði og notað lyfturnar án þess að borga krónu. Það getur verið gott að fylgjast með þeim á Facebook.

  • Skíðalyfta er í Ártúnsbrekku við bæinn Ártún. Ekið er eftir Rafstöðvarvegi að gömlu Rafstöðinni í Elliðaárdal.
  • Skíðalyfta er einnig við Jafnarsel í Breiðholti. Brekkan liggur milli Seljahverfis og Fellahverfis.
  • Þriðja lyftan er í Grafarvogi. Hún er staðsett á meðfram göngustíg sem liggur upp að Húsahverfi. Erfitt getur verið að finna bílastæði nálægt brekkunni svo það er gott að reikna með smá göngutúr með skíðin.

Hægt er að nota lyfturnar endurgjaldslaust og lítið mál að komast á staðinn með Strætó ef þörf krefur. Brekkurnar eru almennt opnar milli klukkan 16:10 og 20:00, en hægt er að fá upplýsingar frá símsvara með því að hringja í síma 878-5798.

Þeir sem ekki eiga skíði, eða eiga ung börn sem vilja frekar renna sér á sleða eða snjóþotu þurfa ekki að leita lengi til að finna ákjósanlega sleðabrekku. Þær er að finna í flestum hverfum borgarinnar.

Hægðu á þér og njóttu vetrarins

Í hraðanum sem einkennir okkar samfélag er oft þörf á að staldra aðeins við og hugsa um hvað það er sem skiptir máli. Við hjá Frón leggjum til að foreldrar fari með börnunum sínum í brekkurnar, hvort sem þau eru svo ung að þau þurfa hjálp við að renna sér á snjóþotu, eða svo gömul að það er eiginlega hallærislegt að vera með gamla settið með í för.

Þegar kuldinn bítur kinn er nauðsynlegt að vera með heitt kakó í brúsa og kex frá Frón til að narta í áður en haldið er af stað í brekkurnar aftur. Við hjá Frón mælum með pakka af Mjólkurkexi til að maula með heita kakóinu.

Búum til okkar gæðastundir. Slökkvum á snjallsímanum og lifum í núinu. Ekki bölva snjónum. Njóttu hans með börnunum. Gleði þeirra í brekkunni er sannarlega smitandi.

Deila |