Nú þegar janúar er meira en hálfnaður eru eflaust einhverjir farnir að finna betri líðan eftir að hafa bætt mataræðið og aukið hreyfinguna á nýju ári. Þeir sem kunna að meta gott kex en vilja ekki óhollustuna ættu að smakka Kornkex frá Frón. Það er ríkt af trefjum og með mun minni sykur en aðrar kexvörur.

Það getur verið erfitt að halda sig á beinu brautinni á nýju ári, enda freistingarnar allstaðar. Það er engin ástæða til að sleppa kexinu þegar trefjarík vara eins og Kornkexið frá Frón er í boði. Í Kornkexinu eru 10,3 grömm af trefjum í hverjum 100 grömmum. Til viðmiðunar má benda á að til að brauð og kex geti talist trefjarík þurfa þau að innihalda 6 grömm af trefjum í hverjum 100 að minnsta kosti.

Minni sykur

Að auki höfum við náð að gera kexið ótrúlega bragðgott með mun lægra sykurinnihaldi en í öðrum tegundum af kexi. Þeir sem velta fyrir sér mataræðinu ættu því að geta notað Kornkex frá Frón þegar hungrið sverfur að á milli mála.

Kornkex er gott eitt og sér, með léttmjólk eða undanrennu. Það er líka frábært undirlag fyrir hollt viðbit. Sumir kjósa að setja smjörklípu og ost. Aðrir kotasælu og avokado. Tómatar og graslaukur fara líka ótrúlega vel saman.

Hvernig sem þú kýst að borða Kornkexið er gott að eiga pakka í skápnum þegar taka á mataræðið í gegn. Trefjarnar gera hverja kexköku mun saðsamari sem hjálpar þeim sem þurfa að borða minna. Trefjaríkur matur endist einnig lengur og því lengra í að hungrið sverfi að á nýjan leik.

Innkaupalistinn mikilvægur

Mundu eftir Kornkexinu þegar þú birgir þig upp í næstu verslunarferð. Mundu að útbúa innkaupalista áður en þú ferð í búðina, þannig eru minni líkur á að freistingin verði skynseminni yfirsterkari og óhollusta rati í innkaupakerruna.

Deila |