Vinsældir skíðaíþróttarinnar hafa aukist á síðustu árum. Enn er mikill fjöldi sem rennir sér á brekkuskíðum, en snjóbrettin og gönguskíðin hafa verið að vinna á. Þessa dagana er kjörið skíðafæri og eflaust margir sem kíkja eftir vinnu eða skóla í brekkur í nágrenninu. Þá er mikilvægt að muna eftir heitum drykk í brúsa og góðu kexi frá Frón í nestispokanum.

Skíðasvæði er að finna víða á landinu og gott að kanna færð og veður áður en lagt er af stað í brekkurnar. Gott er að skoða stöðuna í Bláfjöllum og Skálafelli á vefnum skidasvaedi.is, auk þess sem þar eru hlekkir á önnur skíðasvæði á landinu.

Skíðaíþróttin hentar öllum, vönum jafnt sem óvönum. Þeir sem ekki eiga búnað geta víða leigt sér skíði og annan nauðsynlegan búnað og fá góð ráð. Bæði þeir sem leigja búnað og þeir sem vilja eiga sinn eigin skíðabúnað ættu að vanda valið og gæta að því að bæði skíði og skór passi vel.

Miklu skiptir að skíðaskórnir henti. Þeir eiga að vera nægilega þröngir til að ekki sé hægt að snúa fætinum til hliðar, en ekki svo þröngir að tærnar geti ekki hreyfst. Byrjendur eiga til að gera þau mistök að fara í of mörg lög af sokkum. Það er alger óþarfi og getur haft þær afleiðingar að skórnir verði of þröngir og blóðflæðið í tærnar ekki nægjanlegt.

Það er ekki góð hugmynd að vera í gallabuxum eða bómullarbuxum. Best er að klæða sig í nokkur lög af fötum. Það er alltaf betra að vera of heitt og þurfa að fara úr einni peysu en að verða of kalt í brekkunni. Ysta lagið ætti að vera vatnshelt. Það er nóg að detta einu sinni til að verða blautur. Blaut föt halda engum hita og breyta dásamlegri upplifun í skíðabrekkunni í hreina martröð með glamrandi tönnum og loppnum fingrum.

Mundu eftir nestinu

Kexið frá Frón kemur við sögu á hverjum degi, líka í skíðabrekkunum. Það er fátt betra en að setjast niður eftir nokkrar ferðir, opna hitabrúsann með kakóinu eða kaffinu og fá sér samloku eða kexköku áður en haldið er í lyftuna á nýjan leik. Mjólkurkexið frá Frón passar vel með heitum drykknum og Café Noir er einmitt það sem þarf til að fá orku til að fara nokkrar ferðir í viðbót.

Skelltu kexpakka frá Frón í nestispokann við hliðina á hitabrúsanum áður en þú heldur af stað til fjalla.

Deila |