Mikil ánægja var með Fróndaginn sem haldinn var fyrstu aðventuhelgina nú í nóvember síðastliðnum. Þetta var í sjötta sinn sem Fróndagurinn var haldinn fyrir starfsmenn ÍSAM og börn þeirra. 

Fróndagurinn mælist alltaf vel fyrir og bíða margir eftir því fyrir hver jól þegar verksmiðja Frón er opnuð í tilefni dagsins. Um 350 manns mættu á Fróndaginn og skemmtu sér allir vel.

Á Fróndeginum fengu börn að móta piparkökur, og baka þær í stóra ofninum okkar hjá Frón. Piparkökurnar skreyttu börnin svo eftir eigin höfði. Á meðan börnin bjuggu til fallegar piparkökur fyrir jólin gafst fullorðna fólkinu kostur á að gera konfekt með fyllingu og hjúpa í súkkulaðivél. 

Að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið og gáfu gestunum súkkulaði.

Það eru engin jól án þess að skreyta piparkökur. Þú getur keypt tilbúnar piparkökur frá Frón með munstri sem gaman er að mála með glassúr og skreyta á aðventunni. Njóttu jólanna með piparkökum frá Frón.

Deila |