Smákökudeig Frón er alltaf vinsælt fyrir jólin. Deigið kemur upprúllað í umbúðunum og er einstaklega einfalt að baka úr því gómsætar smákökur með lítilli fyrirhöfn. Bættu smákökudeiginu frá Frón á innkaupalistann og bakaðu sortirnar sem þér finnast svo góðar fyrir jólin. 

Þótt smákökudeigið þitt frá okkur í Frón komi í handhægum umbúðum og nánast tilbúið í bakaraofninn þá er gott ráð að nostra aðeins við deigið áður en þú setur það í ofninn. Það gerir smákökurnar bara enn betri.

Hjá Frón getur þú bakað fyrir jólin kókoskökur, súkkulaðibitakökur, lakkrísbitakökur, döðlukökur og klassísku piparkökurnar. 

Hann Jóhannes Baldursson, bakari hjá Frón, mælið með eftirfarandi aðferð við baksturinn svo þú getir notið smákökunnar frá Frón til fulls. 

  • Byrjaðu á því að láta deigið standa við stofuhita í um það bil klukkustund.
  • Skerðu deigið niður í hæfilega þykkar kökur.
  • Raðaðu kökunum á bökunarplötuna.
  • Þrýstu örlítið á kökuna sjálfa. 
  • Bakaðu smákökudeigið á undir- og yfirhita. Farðu eftir leiðbeiningunum á umbúðunum varðandi hita og hversu lengi kökurnar eiga að vera í ofninum.
  • Fylgstu með ofninum, þeir eru misjafnir og enginn þekkir þinn ofn betur en þú.
  • Þegar smákökurnar eru tilbúnar þá skaltu taka þær úr ofninum. 
  • Bíddu þar til smákökurnar hafa náð að kólna aðeins. Þær eru bestar volgar! 
  • Helltu mjólk í glas og fáðu þér bita af smáköku. 

 

Deila |