Það getur myndast skemmtileg stemning þegar þú sest niður með börnunum við eldhúsborðið og skreytir piparkökur með glassúr í mismunandi litum. Við hjá Frón gerum piparkökumálunina ennþá skemmtilegri en í fyrra. Nýjar piparkökur voru nefnilega að koma í búðir útskornar piparkökur frá Frón. Þú færð 16 í hverjum pakka. Ef það er ekki nóg er um að gera að kaupa fleiri en einn.

Það skiptir litlu máli hvað maður er gamall þegar kemur að því að skreyta piparkökur. Barnið kemur alltaf upp í þér og þú gerir þitt besta til að mála piparkökurnar með börnunum.

Löng saga piparkökunnar

Sumar jólahefðir eiga sér stutta sögu. En því er ekki að skipta þegar kemur að piparkökunum. Þvert á móti. Það er talið að liðin séu meira en 1.000 ár síðan fyrsta piparkakan leit dagsins ljós. En hvort hún var skreytt með glassúr skal ekki fullyrt hér. 

Talið er að munkurinn Georg Markar frá Armeníu í konungsríkinu forna Pontus, sem nú er hluti af Tyrklandi, hafi haft uppskriftina með sér í farteskinu þegar hann flúði undan Persaher til Frakklands árið 991. Sagan segir að Georg þessi hafi gert sér bústað í yfirgefinni kirkju í Sain Martin-le-Saul og búið þar í sjö ár. 

Gregory lagði stund á mikinn sjálfsaga og borðaði lítið. Eitt af því litla sem hann leyfði sér voru kryddkökur með hunangi sem hann bjó sjálfur til eftir uppskrift frá heimaslóðum sínum. Uppskriftin að kökum Georgs hefur varðveist í fornum handritum frá Frakklandi og er talið að piparkökur séu þaðan komnar. 

Norrænar piparkökur

Eins og svo margt eru íslensku piparkökurnar komnar frá Norðurlöndunum. Talið er að uppskrift Georgs hafi borist frá Frakklandi til Þýskalands og þaðan til Svíþjóðar en heimildir eru fyrir því að sænskar nunnur hafi bakað piparkökur í klaustrinu í Vadstena árið 1444. 

Piparkökubakstur tíðkaðist lengst af innan klausturveggja. Á 18 öld gat almenningur keypt sér piparkökur. 

Skreyttu með glassúr

Gaman er að skreyta piparkökur með ýmsum hætti. Algengt er að gera það með glassúr. En hvernig gerir maður glassúr?

Leiðbeiningastöð heimilanna kann einfalda en gómsæta uppskrift. Hún er svona: 

Uppskrift að glassúr: 

  • 2 eggjahvítur
  • U.þ.b. 3 bollar flórsykur
  • Kökulitarefni eftir smekk

Eggjahvítur settar í skál hrært í með gaffli eða písk og flórsykrinum blandað smám saman í, þangað til hæfilegri þykkt er náð. Glassúrinn á að vera gljáandi og viðráðanlegur að vinna með. Skipt niður í litlar skálar og litað eftir smekk. Sniðugt að nota tannstöngla til að skreyta með.

Fáðu þér piparkökur Frón

Piparkökurnar frá Frón eru stökkar og ljúffengar og ómissandi í jólastússinu. Nú geturðu fengið þér piparkökur með mynstri sem gaman er að lita með glassúr. 

Kipptu með þér pakka af piparkökum Frón með mynstri næst þegar þú verslar í matinn. Þær fást í Hagkaupum, Krónunni og Nóatúni. Njóttu svo kvöldsins með börnunum. 

Deila |