Nú er farið að styttast í jólin. Jólunum getur fylgt mikið umstang. Þú þarft að hafa augun opin fyrir góðum jólagjöfum fyrir fjölskyldu og vini, skrifa jólakort og taka til. En sumum finnst of langt til jóla nú í byrjun nóvember. Piparkökurnar frá Frón eru ómissandi hluti af undirbúningi jólanna. 

Ertu farin(n) að velta fyrir þér hvað þú gerðir við jólaskrautið frá því í fyrra? Hljómar kunnuglega. Þeir sem kunna að halda jólin vita að skipulag er mikilvægt og hafa fyrir löngu kirfilega merkt kassann með jólaskrautinu og geyma hann á aðgengilegum stað til að spara tíma og fyrirhöfn. 

Það er gaman að undirbúa jólin, spila gömlu jólaplöturnar með Ragga Bjarna, Ómari Ragnarssyni og Ellý og Vilhjálmi Vilhjálmsbörnum eða streyma þeim af Netinu með hjálp nýjustu tækni og rifja í huganum spenninginn og gleðina í aðdraganda jóla í æsku. 

Þegar jólalögin óma á heimilinu þá er fátt betra en að fá sér bita af piparköku. Ilmurinn af piparkökum læðist um heimilið og kryddar heimilið af jólastemningu. 

Við hjá Frón erum byrjuð að undirbúa jólin og eru jólapiparkökurnar í klassísku plastboxunum komnar í verslanir. Það er frábær hugmynd hjá þér að næla þér í piparkökurnar sem við í Frón höfum bakað fyrir þig og maula með kaffinu. 

Við hjálpum þér að undirbúa jólin. Mundu eftir piparkökunum frá Frón næst þegar þú verslar í matinn. 

Deila |