Fyrsti vetrardagur er um næstu helgi og verður kominn vetur áður en október er á enda. Guðbrandur biskup Þorláksson kallaði október sláturmánuð enda vaninn ætíð að slátra og bjóða fólki upp á nýslátrað og með því í kringum fyrsta vetrardag. Margt breyttist eftir að fólk flutti úr sveit í borg. 

Ástæðan fyrir því að boðið var upp á feitan bita af vænum sauð á fyrri öldum var sú að forfeður Íslendinga bjuggu ekki yfir tækni til að geyma mat ferskan í langan tíma, svo sem í frysti. Þess í stað var allt kjötmeti lagt í súr yfir mislangan tíma eða reykt. 

Segja má að lambakjöt hafi á fyrri öldum verið þjóðarréttur Íslendinga. Í kjölfar breytinga á vinnulagi og þróunar í tækni breyttist margt og þjóðarréttunum fjölgaði. 

Kexverksmiðjan Frón er eitt af elstu fyrirtækjum landsins en hún hefur verið í rekstri frá árinu 1926. Matarkexið frá Frón er fyrsta kexið sem framleitt var í verksmiðjunni og í raun fyrsta íslenska kexið. 

Hvernig á að borða kex?

Margir velta því fyrir sér hvernig best sé að borða Matarkex og Mjólkurkex frá Frón. Það má alveg smyrja kexin og setja á þau álegg. Það er hins vegar ekki sérstaklega algengt að fólk kjósi að gera það. Mun hentugra og vinsælla er að brjóta kexið í tvennt og dýfa hvorum helmingnum í annað hvort mjólkurglas eða kaffibolla. 

Margir eiga vafalítið minningu um það úr æsku þegar  foreldrar þeirra eða afi og amma brutu niður Matarkex fyrir nývöknuð börnin í morgunmat og settu í stórt glas. Yfir kexið helltu þau síðan nýlöguðu kaffi og blönduðu mjólk út í. Úr þessu varð til ágætis morgunverður. Margir krakkar byrjuðu þar að drekka kaffi í fyrsta sinn. 

Hvernig finnst þér best að borða Matarkex og Mjólkurkex?

Mundu eftir þjóðlega kexinu frá Frón næst þegar þú ferð út í búð.  

 

Deila |