Það hefur sjaldan verið eins einfalt að baka gómsætar smákökur og núna. Við hjá Frón höfum búið til smákökudeig fyrir þig. Deigið kemur upprúllað með öllu því sem þig langar mest til að borða. Eina leiðin til að kaupa deigið er að fara á Ameríska daga í Hagkaup. Amerískir dagar standa til 18. október næstkomandi. 

Fáðu þér góða smáköku

Langar þig stundum alveg ótrúlega mikið ekta amerískar smákökur með súkkulaðibitum í? Það getur verið vandamál ef þú átt engar smákökur uppi í skáp. Það er líka heilmikil fyrirhöfn að baka smákökur. Þú þarft að eiga hveiti, plötu af góðu súkkulaði og allt hitt sem þarf til að búa til smákökuna sem þig langar í. 

Við hjá Frón viljum gera lífið einfaldara fyrir þig. Við höfum nú þróað og hafið framleiðslu á nýju smákökudeigi með hvítum og dökkum súkkulaðibitum sérstaklega fyrir þig. 

Vöruna köllum við amerískar mjúkar smákökur því þær eru aðeins fáanlegar á Amerískum dögum í Hagkaup.

Svona bakar þú ameríska smáköku

  • •Hitaðu bökunarofninn þinn í 185 gráður. 
  • •Taktu deigið úr pakkningunni.
  • •Skerðu deigið niður í um það bil 5 mm þykkar sneiðar með blautum hníf. 
  • •Raðaðu sneiðunum á smjörpappír á bökunarplötu. Hafðu um 2 cm bil á milli.
  • •Settu bökunarplötuna inn í ofn og bakaðu deigið í 8-10 mínútur.
  • •Athugaðu að smákökurnar eiga að koma mjúkar úr ofninum.  

Þú getur valið úr nokkrum tegundum af smákökudeigi Frón. Við höfum nefnilega búið til fjórar sortir. Þú hefur val um súkkulaðideig með súkkulaðibitum; ljóst deig með súkkulaðibitum; ljóst deig með súkkulaðibitum og trönuberjum og svo súkkulaðideig með hvítum og dökkum súkkulaðibitum. 

Hafðu augun opin á Amerískum dögum í Hagkaupi um helgina og nældu þér í einn eða tvo pakka af nýja smákökudeiginu frá Frón. Þú finnur úrvalið í kælinum!

 

Deila |