Við hjá Frón leitum endalaust eftir því að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið. Við höfum þróað og hafið framleiðslu á nýju smákökudeigi og er lítið mál að búa til afbragðs smákökur úr því. Smákökudeig Frón verður aðeins selt á Amerískum dögum í Hagkaupi nú í október. 

Við höfum búið til fjórar tegundir af gómsætu smákökudeigi fyrir þig. Þú þarft aðeins að skera deigið niður í búta eða móta það eftir eigin höfði og baka þaka það í ofni. 

Við bjóðum upp á súkkulaðideig með súkkulaðibitum; ljóst deig með súkkulaðibitum; ljóst deig með súkkulaðibitum og trönuberjum og súkkulaðideig með hvítum og dökkum súkkulaðibitum. 

Hafðu augun opin á Amerískum dögum í Hagkaupi um helgina og nældu þér í einn eða tvo pakka af nýja smákökudeiginu frá Frón. Þú finnur úrvalið í kælinum!

Það hefur aldrei verið einfaldara að baka smákökur en með nýja smákökudeiginu frá Frón. 

 

Deila |