Þótt sumarið sé nýbúið og fyrstu haustvindar farnir að blása þá erum við hjá Frón komin í jólaskap. Það er fátt jólalegra en piparkökuilmur sem berst úr bakaraofninum. Jólalyktin er í loftinu hjá okkur hjá Frón því við erum byrjuð að baka piparkökurnar fyrir jólin. 

Mörgum finnst svolítið snemmt að undirbúa jólin í október. Okkur hjá Frón finnst það ekki enda finnst okkur gott að vera tímanlega í því. Við erum búin að þurrka af fyrir jólin og byrjuð að skipuleggja baksturinn.  

Piparkökurnar vinsælu frá Frón eru að koma úr ofninum og í hillur verslana. Fram að jólum munu svo bætast við ýmsar gómsætar tegundir af smákökum frá Frón sem koma öllum í hátíðarskap. 

Gefðu börnunum piparköku

Munið eftir jólapiparkökunum frá Frón þegar þið verslið í matinn. Þið komist í jólaskap við fyrsta bita og minningarnar um jólin í æsku með mömmu og pabba og afa og ömmu vakna. Nú getið þið búið til nýjar og góðar minningar um jólin fyrir börnin og barnabörnin.

Fáið ykkur jólapiparkökur Frón. Það eru alltaf jól með piparkökunum frá Frón.

Deila |