Margir hafa farið í berjaleit nú í byrjun hausts. Berjauppskeran hefur almennt verið fremur döpur þetta árið sökum kulda í vor og lélegs sumars. Þótt uppskeran hafi ekki verið mikil þetta árið hafa flestir fundið eitthvað gott út á skyrið í berjaferðinni. Það er líka einfalt að búa til gómsæta skyrtertu með bláberjum og nýjasta Kósý-kexinu. Það er með karamellubragði og krókantbitum.

Það er hefð fyrir því um miðjan ágúst að gramsa inni í geymslu eftir góðum fötum, berjatínu og sigti fyrir berjaferðina. En uppskeran lét bíða eftir sér nokkuð lengur en fyrri ár. Um miðjan ágúst voru berin, þau sem fundust, fremur lítil þótt finna mætti nokkur safarík á leynistöðum inni í landi. 

 

Vorið var ósköp lélegt

Berjasérfræðingurinn Sveinn Rúnar Hauksson var spurður út í berjasprettuna í síðdegisútvarpi Rásar 2 um miðjan ágúst. Hann sagði ástæðu þess að berjasprettan hafi látið bíða eftir sér þá að vetrinum hafi seint ætlað að linna og vorið verið ósköp lélegt. 

Sveinn Rúnar sagði marga óttast að næturfrostið eyðileggi berjauppskeruna þetta árið. Það sé rangt. Óhætt sé að tína ber þótt þau hafi frosið í eina til tvær nætur, þau verði bara sætari á bragðið. Ólíkt því sem margir haldi þá þoli bláber frostið betur en krækiber.

 

Uppskrift að skyrtertu með Kósýkexi

Mörgum finnst gott að setja ber út á skyr. Útfærslurnar geta verið margar. En það er líka einfalt mál að búa til yndislega skyrtertu með bláberjum og Kósý-kexi þegar gesti ber að garði. 

Uppskriftin

1 pakki Kósý með karamellubragði

5-70 gr bráðið smjör

1 peli rjómi

1 stór dós Vanilluskyr

Kirsuberjasulta

Bláber eftir smekk

 

Svona gerirðu skyrtertuna

Settu allt Kósýkexið í lítinn plast poka. Lokaðu pokanum lauslega. Muldu kexið í pokanum, nóg er að renna yfir það með kökukefli. Það er gott að hafa stöku grófa bita inn á milli svo krókantbragðið í hjúpaða súkkulaðinu njóti sín betur. 

Bræddu smjörið í litlum potti. Settu mylsnuna af Kósýkexinu í eldfast mót eða það fat sem þú vilt bera skyrtertuna fram í. Helltu brædda smjörinu yfir mylsnuna. Hrærðu í blöndunni og dreifðu svo vel úr henni svo hún nái út í alla kanta. Þjappaðu kexinu vel niður. Settu fatið í ísskáp og kældu blönduna. 

Á meðan þeytirðu rjóma og blandar skyrinu varlega saman við hann. Taktu fatið úr ísskápnum og settu skyrrjómafyllinguna ofan á kexmulninginn. Passaðu að lagið verði jafnt. 

Settu nú kirsuberjasultuna varlega ofan á skyrið.

Það er tilvalið að saxa súkkulaðið niður í litlar ræmur og dreifa því yfir skyrtertuna. Taktu síðan slurk af bláberjum og dreifðu þeim nokkuð jafnt yfir skyrtertuna svo allir fái bláber sem taka sér sneið. 

Þetta tekur enga stund. Nú geturðu boðið upp á gómsæta bláberja skyrtertu með kaffinu þegar gesti ber að garði með Kósýkexi í botninum. 

 

Fáðu þér Kósý-kex með karamellubragði

Nýjasti meðlimurinn í Kósý-fjölskyldunni eru hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði og krókantbitum ofan á. Þetta er algjör dásemd. Kexið er stökkt, hjúpurinn passlega dökkur og krókantinn toppar upplifunina þegar kexið er maulað. Það er frábært að eiga pakka af Kósýkexi uppi í skáp þegar gesti ber að garði.

Mundu eftir Kósýkexinu næst þegar þú kaupir í matinn. Þú sérð aldeilis ekki eftir því!

Deila |