Nú eru verslanir farnar að taka við sér og nýja Kósý kexið með karamellubragði komið í sölu í betri verslunum. Þetta nýja kex er hjúpað súkkulaðikex með karamellubragði og dásamlegum krókanbitum ofaná.

Kósý kexið frá Frón hefur verið afar vinsælt frá því það var sett á markað. Hjúpaðar kókoskökur með súkkulaðibitum falla vel að smekk Íslendinga. Nýlega fjölgaði í Kósý-fjölskyldunni þegar Kósý piparmintukökur bættust í hópinn.

Nú er þriðja tegundin komin á markað, hjúpaðar súkkulaðibitakökur með karamellubragði. Það er um að gera að prófa nýja kexið og kanna hvernig það stenst samanburðinn við klassíska Kósý kexið með kókosbragðinu sem margar fjölskyldur tóku með í ferðalögin í sumar.

Punkturinn yfir i-ið, eða öllu heldur komman yfir ý-ið í nýja Kósý kexinu er krókant sem við setjum ofan á dökkan og girnilegan hjúpinn. Í krókantinum okkar er sykur, sýróp og kakóduft sem brætt er saman, látið kólna og harðna og er svo mulið niður í litla stökka og ljúffenga bita sem bragðast dásamlega.

Stökkt kexið, mjúkir súkkulaðibitarnir, dökkur hjúpurinn og harður krókantinn spila ótrúlega vel saman og mynda yndislega heild. Ef þú hefur ekki prófað hvetjum við þig til að bæta úr því. Hver veit, þú gætir fundið nýtt uppáhalds kex!

Mundu eftir kexinu frá Frón næst þegar þú ferð út í búð. Prófaðu að kaupa bæði Kósý með kókos og Kósý með karamellu og kannaðu hvor tegundin klárast fyrr á þínu heimili.

Deila |