Við erum svolítið upp með okkur þessa dagana enda eru við stolt af því hjá Frón að Kósýfjölskyldan okkar hefur stækkað. Við vorum að senda frá okkur nýtt Kósýkex í verslanir. Þetta er gómsæt nýjung, hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði. Kexið hreinlega bráðnar í munni. 

Það er gott að hafa það kósý, sérstaklega á haustkvöldum um helgar þegar maður kýs að gera fátt annað en að kúra sig upp í sófa og lesa góða bók eða horfa á mynd. Það er frábær hugmynd að ná í pakka af Kósýkexi upp í skáp og setja í skál við sófann.

Kósýkexið frá Frón hefur slegið í gegn hjá landsmönnum. Það hefur verið vinsælt allan ársins hring. Allir ættu að þekkja Kósýkex með kókos og eflaust margir nartað í það á ferðalögunum í sumar

 

Krókantbitar á toppnum

Nýjasti meðlimurinn í Kósý-fjölskyldunni eru hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði og krókantbitum ofan á. Þetta er algjör dásemd. Kexið er stökkt, hjúpurinn passlega dökkur og krókantinn toppar upplifunina þegar kexið er maulað 

Skoðaðu úrvalið af Kósýkexi næst þegar þú kaupir í matinn og vilt gera vel við þig. Mundu eftir nýja Kósýkexinu, sem eru hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði með dásemdarinnar krókantbitum ofan á. 

Deila |