Grunnskólarnir byrja í næstu viku og fara þá margir litlir fætur af stað snemma dags. Börn fædd árið 2009 eru að hefja skólagöngu sína nú í haust. Mikilvægt er að börn hafi með sér hollt og gott nesti í skólann. En hvað er hollt nesti? Trefjaríkt Hafrakex frá Frón með osti, kotasælu og papriku eða vínberi getur til dæmis hentað vel. 

Það er spennandi að hefja skólagönguna. Þetta er stórt skref í lífi hvers barns, einn af áföngunum í lífinu, vatnaskilum þar sem leikskólinn er kvaddur og ferðalagið er hafið á menntaveginum. 

Þetta getur að sama skapi verið mikill höfuðverkur fyrir foreldra barna, ekki síst þeirra sem eru að hefja skólagöngu sína. Margt þarf að gera. Margir kaupa ný föt á barnið, foreldrar og börn þurfa að fara saman og kaupa skólatösku sem þarf að duga lengi en passa barninu fullkomlega og þarf fram eftir götunum. Sumir skólar eða foreldrafélög létta af áhyggjum foreldra og sjá um sameiginleg innkaup á ritföngum. 

 

Vatnsbrúsi í skólatöskuna

Næring og heilsa barna er mikilvæg og því mikil áhersla lögð á það í mörgum skólum að börn komi með heilsusamlegt nesti. Sykraðir drykkir, gosdrykkir og fernudrykkir eru yfirleitt ekki leyfðir og ekki heldur vörur með hátt sykurmagn. Mælt er með því víða að barnið hafi alltaf vatnsbrúsa með í skólatöskunni.

Gert er ráð fyrir því að nemendur í grunnskólum borði hollan morgunverð heima hjá sér áður en þeir fara í skólann. Þó eru nokkur dæmi um að skólar bjóði nemendum upp á hafragraut á morgnana áður en skóladagurinn hefst. 

Algengt er að nemendur í grunnskólum taki með sér létt nesti fyrir morgunhressingu sem er um tíuleytið á morgnana. Áður en skólarnir hefjast senda sumir skólar foreldrum barna tillögur um nesti. Mæla þeir margir með því að börnin taki með sér ávexti að heiman í skólann, grænmeti, ávöxt eða heilsusamlega samloku. Börnin fá síðan hádegisverð í skólanum og þau sem fara á frístundaheimili frá síðdegishressingu. 

Kynntu þér umfjöllun Embættis landlæknis um heilsu, næringu og líðan barna áður en barnið þitt hefur skólagönguna.

 

Tillaga að nesti í skólann

Kexið frá Frón kemur við sögu á hverjum degi enda höfum við framleitt kex fyrir landsmenn um áratuga skeið. Við leitum líka eftir því að létta undir með foreldrum barna enda æði margt sem þarf að 

Það tekur stuttan tíma að útbúa heilsusamlegan bita með trefjaríka Hafrakexinu frá Frón. Tilvalið er að setja þunnt lag af smjöri á kexið en setja síðan ofan á það eina ostsneið, teskeið af kotasælu og vínber eða paprikubita. Þetta er tilvalið bæði sem nesti í skólann eða sem nasl með kaffinu. 

Mundu eftir Hafrakexinu frá Frón þegar þú kaupir inn fyrir nesti handa barninu þínu. 

 

Deila |