Allt árið um kring er tilvalið að fá sér súkkulaðikex. En þau eru sjaldan betri en á sumrin þegar sólin er hátt á lofti og veldur því að jafnt ungir puttar sem eldri verða útmakaðir í súkkulaði. Það er hreinlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri hafa unun af því að borða súkkulaðikex. 

Sumarið er tíminn þegar fátt er betra á langri gönguferð um hálendi Íslands en að setjast niður, taka af sér gönguskóna og næla sér í Póló súkkulaðikex eða Café Noir í bakpokann; horfa á krakkana maula súkkulaðikexið eftir hamagang í heita pottinum; að klöngrast að árbakka við lygna á, leggja veiðistöngina niður í grasið og fá sér bita. 

Aðstæðurnar hverju sinni ráða því hvaða kex er best að borða hverju sinni. Nær allir elska súkkulaðikex. Af þeim sökum felast öruggustu innkaupin í súkkulaðikex enda líklegt að enginn nema fýlupúkinn í fjölskyldunni setji sig upp á móti því. 

Krakkar elska súkkulaðikex. Þess vegna er best að geyma Kósý súkkkulaðikex með kókos á vísum stað uppi í skáp, á stað sem krakkarnir bæði vita ekki af og í hæð sem börn geta ekki teygt sig í.

Hefurðu skoðað úrvalið af súkkulaðikexinu frá Frón

Deila |